Terms
Við gerum þá kröfu að allir notendur Lopedro séu fjárráða einstaklingar. Þú samþykkir að þegar þú verslar við Lopedro með greiðslukorti sé það í þínu nafni.
Vörur keyptar í verslun:
Neytandi hefur 30 daga frá móttöku vöru til að skila eða skipta vörunni að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að henni sé skilað í upprunalegu ástandi og í óuppteknum umbúðum. Hægt er að skipta vörunni í aðra vöru, fá inneignarnótu eða endurgreitt.
Pöntunarnúmer fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með, eða sönnun þess að varan hafi verið keypt síðustu 30 daga.
Vörur keyptar í vefverslun:
Neytandi hefur 30 daga frá móttöku vöru til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að henni sé skilað í upprunalegu ástandi með verðmiðanum og í óuppteknum umbúðum.
Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með til þess að geta fengið endurgreiðslu.
Kostnaður við að skila vörunni, s.s. sendingarkostnaður, greiðist af kaupanda og hægt er að skila í gegnum Dropp hér.
Ef um skipti er að ræða, vinsamlegast takið fram hvaða vöru eða stærð skipt er í skilaferli Dropp. Vöruskipti fara í sendingarferli eftir móttöku skilavöru.
Útsöluvörur:
Útsöluvörum fæst ekki skipt né skilað
Það er hægt að skipta um stærð eða í aðra útsöluvöru eins og birgðastaða leyfir.
Hér að neðan eru verklagsreglur frá Neytendastofu:
Gefnar hafa verið út leiðbeinandi verklagsreglur um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur.
Meginatriði þeirra eru:
- Ef vara er merkt með gjafamerki er kassakvittun óþörf við skil.
- Neytandi á annaðhvort að fá endurgreiðslu eða inneignarnótu fyrir vöru sem skilað er.
- Inneignarnótur eiga að miðast við það verð sem varan var seld á. Ef vöru er skilað eftir að útsala er hafin er endurgreiðsla miðuð við útsöluverð vörunnar.
- Inneignarnótur gilda í fjögur ár frá útgáfudegi nema annað sé tekið fram á nótunni, þó aldrei skemur en í eitt ár. Ef inneignarnóta er gefin út innan 14 daga fyrir upphaf útsölu er ekki hægt að nota hana á útsölunni nema með samþykki seljanda.
- Inneignarnótur halda gildi sínu gagnvart þeim sem seljandi kann að framselja verslunarrekstur sinn til.
Maison Pedro ehf. - Meistaravellir 7, 107 Reykjavík.